Ingi Bjarni Skúlason
Píanókennari
Ingi Bjarni lagði stund á jazz-píanó nám í Tónlistarskóla FÍH og útskrifaðist þaðan árið 2011. Því næst lauk hann bachelor prófi við Konunglega Tónlistarháskólanum (Koninklijk Conservatorium) í Den Haag vorið 2016. Vorið 2018 lauk hann sérhæfðu mastersnámi í tónlist sem kallast Nordic Master: The Composing Musician. Námið fór fram í Gautaborg, Kaupmannahöfn og Osló – ein önn á hvorum stað. Þar lærði hann meðal annars hjá Misha Alperin, Anders Jormin og Helge Lien. Í bachelor náminu var aðallega einblínt á færni í klassískum jazzpíanóleik, en í mastersnáminu var lögð meiri áhersla á tónsmíðar og listræn gildi. Ingi Bjarni hefur þó nokkrum sinnum komið fram á Jazzhátíð Reykjavíkur. Einnig hefur hann spilað á alþjóðlegum jazzhátíðum líkt og ELBJazz í Hamborg, Jazzahead í Bremen, Copenhagen Jazz Festival, Nordic Jazz Comets, Vilnius Jazz Festival í Litháen og Lillehammer Jazz Festival í Noregi. Þar að auki hefur hann komið fram á ýmsum minni tónleikum á Íslandi, Svíþjóð, Bretlandi, Eistlandi, Lettlandi, Færeyjum, Belgíu og Hollandi. Í stuttu máli mætti segja að Ingi Bjarni hefur leikið eigin tónsmíðar með fjölda fólks á Íslandi og í Evrópu. Ásamt því að vera virkur tónlistarflytjandi hefur Ingi Bjarni fengist við kennslu og undirleik.