Leifur Gunnarsson
Samspil
Leifur Gunnarsson lauk burtfaraprófi frá tónlistarskóla FÍH vorið 2009 og hafði þá á námsárunum látið nokkuð til sín taka í tónlistarlífi á íslandi, þá aðallega á djass senunni en einnig tekið þátt í kontarbassa grúppum ýmissa strengjasveita og sinfóníuhljómsveita. Ári eftir útskrift frá FÍH var ferðinni heitið til Kaupmannahafnar til frekara náms og útskrifaðist hann frá Ritmíska konservatoríinu í Kaupmannahöfn vorið 2013 með Bmus gráðu í kontrabassaleik. Kennarar hans í Kaupmannahöfn voru þeir Klavs Hovman, Jens Skou og Jesper Bodilsen á jazz brautinni og Andreas Bentzen sem þjálfaði klassíska spilið. Haustið 2015 gaf Leifur út sína fyrstu sólóplötu sem hefur fengið prýðis viðtökur. Hann er listrænn stjórnandi tónleikaraðarinnar Jazz í hádeginu sem unnin er í samvinnu við Borgarbókasafn og situr í framkvæmdastjórn Jazzhátíðar Reykjavíkur. Auk þess að hafa verið virkur í hljómsveitastarfi hefur Leifur skrifað og flutt eigin tónlist innan lands sem utan, gert margmiðlunarverkefni tengd tónlist og spuna, unnið að hljóðupptökum og nótnabókaútgáfu.
868 9048